Framkvæmdadeild

Framkvæmdadeild

  • 20090813-IMG_6513
  • 20090813-IMG_6583

Allar framkvæmdir á vegum Kópavogsbæjar heyra undir verksvið framkvæmdadeildar. Framkvæmdadeild hefur umsjón og ber ábyrgð á verklegum framkvæmdum. Í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup og innkaupareglur Kópavogsbæjar fara allflestar framkvæmdir í útboð.

Verkefnum á vegum deildarinnar er skipt í eftirfarandi flokka: Fasteignir - nýbyggingar og gatnagerð - nýframkvæmdir. 

Starfsmenn deildarinnar eru:

Fasteignir - Nýbyggingar

Framkvæmdir við nýbyggingar eru á ábyrgð framkvæmdadeildar. Framkvæmdadeild annast útboð gerð verksamninga og eftirlit með nýbyggingaframkvæmdum. Ábyrgðarmaður á framkvæmdum við nýframkvæmdir er Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri.

Gatnagerð - Nýframkvæmdir

Framkvæmdir við gatnagerð eru, í allflestum tilfellum, á vegum verktaka sem Kópavogsbær hefur gert verksamning við. Framkvæmdadeild mun halda excel lista yfir helstu nýframkvæmdir sem eru í vinnslu hverju sinni. Sá listi mun vera þjónustuborði aðgengilegur í gegnum One systems. Á umræddum lista verður tilgreindur áætlaður framkvæmdartími og hver sé eftirlitsaðili með framkvæmdinni fyrir hönd Framkvæmdadeildar. 
Ábyrgðarmaður vegna framkvæmda við gatnagerð er Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri Framkvæmdadeildar. 
Allt viðhald og umhirða gatna er á hendi Þjónustumiðstöðvar Kópavogs.

Útboð - innkaup

Samkvæmt Innkaupareglum Kópavogsbæjar er meginreglan sú að beitt skuli útboðum við innkaup sveitarfélagsins. Framkvæmdadeild annast öll útboðsmál er varða framkvæmdir eða fasteignir Kópavogsbæjar, þar með talin forvöl, útboð, fyrirspurnir, verðkannanir, innkaup á vörum, þjónustu og verklegar framkvæmdir. Framkvæmdadeild gætir þess að innkaup séu í samræmi við lög og reglur sem um innkaup gilda.

Innkaupafulltrúi er Lilja Ástudóttir Þetta vefsvæði byggir á Eplica