Þjónusta
  • fannborg

Þjónusta Kópavogsbæjar

Hjá Kópavogsbæ er lögð áhersla á að veita íbúum eins góða þjónustu og mögulegt er. Sú þjónusta er afar fjölbreytt enda heyra stórir málaflokkar undir bæjarfélagið, svo sem grunnskólar og félagsleg þjónusta. Þá hefur verið byggt upp öflugt menningar- og íþróttastarf. Stjórnsýslan fer fram í Fannborg 2-6, á svokölluðu Torgi.
Neyðarsími Áhaldahússins er: 892 8215.
Neyðarsími Vatnsveitu Kópavogs er: 840 2690.
 
Einungis skal hringt í þá ef erindið er áríðandi og utan skrifstofutíma.


Helstu undirflokkar

Skólar

Kópavogur rekur 9 grunnskóla og 18 leikskóla. Þar fyrir utan eru í bænum tveir einkareknir leikskólar og einn sjálfstætt starfandi grunnskóli.

 


Velferðarsvið

Þjónusta velferðarsviðs Kópavogs miðar að því að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í Kópavogsbæ. Sviðið veitir ráðgjöf og viðeigandi stuðning.

 


Frístundir

Í Kópavogi eru fjölmörg íþróttafélög og tómstundafélög sem bærinn styrkir með ýmsum hætti. Þá eru í bænum fjölmargar félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk og aldraða.

 


Menning

Kópavogsbúar eru afar stoltir af menningarsetrum sínum á Borgarholtinu en þar eru til dæmis Salurinn og Gerðarsafn.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica