Barnavernd

Barnavernd

Meginreglur barnaverndarstarfs eru að beita skuli þeim ráðstöfunum sem ætla má að barni séu fyrir bestu og að hafa hagsmuni þess ávallt í fyrirrúmi.

Við vinnslu barnaverndarmála er leitast við að ná samstarfi við forsjáraðila og veita þann stuðning sem barnið og fjölskylda þess þarfnast.

Stuðningsúrræði barnaverndar eru meðal annars regluleg viðtöl hjá félagsráðgjafa barnaverndar, persónulegir ráðgjafar, tilsjón og stuðningsfjölskyldur ásamt úrræðum sem sótt er um hjá Barnaverndarstofu.

Bakvakt barnaverndar sinnir neyðartilvikum eftir opnunartíma stofnunarinnar. Símanúmer bakvaktar er 112. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica