Innflytjendur

Málefni innflytjenda

Erlendir ríkisborgarar búsettir í Kópavogi voru 2.420 árið 2015, en voru 705 árið 2004.

Stefna í málefnum útlendinga

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti stefnu í málefnum innflytjenda í september 2001.
Yfirskrift stefnunnar er Samfélag fyrir alla.

Leiðarljós stefnunnar eru:

  • Að fjölbreytilegt mannlíf Kópavogs endurspegli fjölmenningarlegt samfélag sem byggir á gagnkvæmri virðingu og tillitssemi.

  • Að allir Kópavogsbúar njóti jafnréttis og sömu tækifæra í samskiptum við stjórnsýslu bæjarfélagsins óháð þjóðerni sínu og uppruna.

  • Að stofnanir bæjarins verði aðgengilegar öllum íbúum óháð þjóðerni þeirra eða kunnáttu þeirra í íslensku.

  • Að útlendingahatur og hvers kyns mismunun vegna þjóðernis og uppruna fái ekki þrifist í Kópavogi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica