Héraðsskjalasafn

Héraðsskjalasafn

Aðsetur: Digranesvegur 7, 200 Kópavogi
Sími: 544-4710, 544-4711
Netfang:
hrafns@kopavogur.is

Afgreiðslutími: mánudaga-föstudaga kl. 10.00 – 16.00

Héraðsskjalavörður:
Hrafn Sveinbjarnarson
Skjalavörður:
Gunnar Marel Hinriksson

 
Stjórn Héraðsskjalasafns Kópavogs er skipuð þremur fulltrúum kjörnum af bæjarstjórn Kópavogs. Skv. skipuriti Kópavogsbæjar er Héraðsskjalasafn Kópavogs flokkað til menningar- og þróunardeildar sem heyrir til stjórnsýslusviði bæjarins.

Héraðsskjalasafn Kópavogs var stofnað 12. desember 2000. Héraðsskjalasafn Kópavogs er sjálfstæð skjalavörslustofnun í eigu Kópavogsbæjar sem starfar skv. lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands og reglugerð nr. 284/1994 um héraðsskjalasöfn.
Verksvið þess nær ekki einungis til bæjarkerfisins heldur einnig félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga í bænum.

Kjarninn í þjónustu skjalasafnsins er lestrarsalurinn þar sem safnkosturinn er aðgengilegur almenningi og fræðimönnum. Þar eru og aðgengilegar skrár yfir þau skjöl sem eru í vörslu safnsins. Nokkur hluti skránna er útgefinn í Ársriti Héraðsskjalasafns Kópavogs. Eftir föngum er reynt að hafa tiltækar bækur og rit í handbókasafni á lestrarsalnum til að styðja við fróðleiksleit og upplýsingaöflun í skjölunum. Meðal þess er t.d. heilt eintak Alþingistíðinda frá upphafi.

Héraðsskjalasafnið gegnir stjórnvalds- og menningarhlutverki sem er annarsvegar stjórnsýslulegs eðlis og hins vegar sagnfræðilegs eðlis:

Stjórnsýslulegt hlutverk Héraðsskjalasafnsins felst í að tryggja rétt borgaranna til opinberra skjala.
Stofnunum, embættum og fyrirtækjum Kópavogsbæjar er skylt að varðveita skjöl sín og afhenda til Héraðsskjalasafns Kópavogs skv. lögum.
Héraðsskjalasafns Kópavogs skal:
leiðbeina þeim um skjalavörslu m.a. gerð skjalavistunaráætlana og bréfalykla.
hafa eftirlit með skjalavörslu þeirra.
fara yfir beiðnir þeirra um grisjun (eyðingu) skjala áður en þær eru lagðar fyrir stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands.
heimta inn skjöl þeirra til varðveislu.
varðveita afhent skjöl þeirra á tryggan hátt þannig að þau séu fullnægjandi skráð og aðgengileg til notkunar skv. lögum, er þá m.a. átt við upplýsingalög, stjórnsýslulög og persónuverndarlög.

Sagnfræðilegt hlutverk Héraðsskjalasafnsins felst í því að tryggja varðveislu sögulegra heimilda um Kópavog og íbúa Kópavogs og efla þekkingu á sögu svæðisins.
Í því skyni skal Héraðsskjalasafn Kópavogs:
sækjast eftir að taka til varðveislu einkaskjalasöfn þ.e. skjöl einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja á safnsvæðinu og sem varða safnsvæðið og íbúa þess og hafa þau aðgengileg til notkunar.
stuðla að rannsóknum og styðja við rannsóknir á sögu Kópavogs.
efla þekkingu á sögu Kópavogs m.a. með sýningum, fundum, kynningum og útgáfu.

Héraðsskjalasafn Kópavogs á gott samstarf við Sögufélag Kópavogs http://vogur.is/

Héraðsskjalasafn Kópavogs er eitt af 20 héraðsskjalasöfnum á Íslandi. Félag héraðsskjalavarða á Íslandi www.heradsskjalasafn.is er samstarfsvettvangur þeirra.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica