Grunnskólar

Grunnskólar

Í Kópavogi eru reknir  9 heildstæðir grunnskólar fyrir nemendur í  1. – 10. bekk og einn einkarekinn, Waldorfskóli. Hver skóli tilheyrir ákveðnu skólahverfi og er því heimaskóli þeirra nemenda sem búa í hverfinu. Foreldrar geta sótt um skólavist fyrir barn sitt í öðru skólahverfi til viðkomandi skólastjóra.

Gæsla eftir skólatíma er starfrækt við alla grunnskólana og nefnist Dægradvöl. Hún stendur til boða fyrir  börn í 1. –  4. bekk. 

Allir grunnskólar starfa samkvæmt starfsáætlun og skóladagatali sem skólanefnd Kópavogs samþykkir. Hægt er að nálgast starfsáætlanirnar á heimasíðum skólanna. Yfirlit yfir skóladagatöl 2016-2017 er hægt að nálgast hér.

Norska og sænska eru kennd í tungumálaverinu í Reykjavík. Þeir foreldrar sem vilja að börnin sín stundi nám í norsku eða sænsku í stað dönsku eiga að snúa sér til skólastjóra eða ritara viðkomandi skóla og óska eftir skráningu í tungumálaverið.

Sérdeildir/námsver eru starfræktar við Kópavogsskóla, Snælandsskóla og Álfhólsskóla.

Grunnskóladeild menntasviðs Kópavogs veitir skólunum sérfræðiþjónustu og almenna ráðgjöf.

 
 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica