Frístundastyrkir

Frístundastyrkir

Frístundastyrkir Kópavogs  2015

  • Skólahljómsveit Kópavogs

Öll ráðstöfun frístundastyrkja er núna rafræn. Ekki er lengur tekið á móti kvittunum í Þjónustuverinu.

Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára,  með lögheimili í Kópavogi, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. 

Frá og með 1. janúar 2016 er styrkurinn 37.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða.

Markmið og tilgangur Frístundastyrksins er að öll börn, 5-18 ára, í Kópavogi, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Meginskilyrði styrkjanna er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna. Meginskilyrði þeirra aðila sem gerast aðilar að Frístundastyrk Kópavogsbæjarer er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og fari fram undir stjórn/leiðsögn mentaðs fagaðila á sviði íþrótta og tómstunda. Styrkhæf starfsemi þarf að vera í 10 vikur samfellt hið minnsta. Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Frekari upplýsingar varðandi reglur um Frístundastyrk Kópavogsbæjar má finna hér.

Hvernig á að ráðstafa styrknum í gegnum Íbúagátt? Sjá leiðbeiningar hér

Styrknum ráðstafað öðruvísi en í gegnum Íbúagáttina - Sjá hér
(einungis hægt hjá félögum sem búið er að samþykkja í Frístundastyrkjakerfi Kópavogs)

Aðeins er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá þeim félögum/fyrirtækjum sem eru aðilar að Frístundastyrkjakerfi Kópavogsbæjar (Frístundagáttinni).

Athugið að ekki er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á öllum námskeiðum í gegnum íbúagáttina. 

Þau félög sem ekki eru í íbúagáttinni eru með eigin skráningarsíðu sem hægt er að fara beint inn á og ganga frá skráningu og greiðslu.

Hér að neðan er listi með öllum samþykktum félögum í Frístundagátt Kópavogs ásamt vefslóð á skráningasíður

Samþykkt félög í Frístundagáttinni 

Vinsamlegast athugið - Fjöldi félaga/fyrirtækja hefur ekki verið samþykktur í kerfið en listinn uppfærist um leið og félög/fyrirtæki hafa verið samþykkt inn í Frístundastyrkjakerfið.

Skráning á námskeið þarf að fara fram hjá viðkomandi félagi/fyrirtæki þar sem barnið stundar sitt frístundastarf.

Íþróttaráð Kópavogs
Frístunda - og forvarnanefnd Kópavogs

Tengt efni

Spurningar og svör varðandi frístundastyrkinn - Fyrir foreldra

Hvernig á að ráðstafa styrknum? Kynning í Prezi (Nauðsynlegt að vera með Flash spilara til að geta opnað)


Þessi síða á öðrum tungumálum

Þetta vefsvæði byggir á Eplica