- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Langar þig til að skrifa sögu, ljóð eða minningarbrot en vantar hvatningu til að hefja skrifin? Verðum með ritsmiðju í Geðræktarhúsi Kópavogsbæjar í tvö skipti, tvær klukkustundir í senn. Tímarnir verða mánudaginn 6. febrúar og mánudaginn 13. febrúar kl. 16-18.
Í ritsmiðjunni verða framkvæmdar æfingar með reyndum aðferðum til þess að auðvelda þátttakendum að skrifa stutta texta. Unnið verður meðal annars með hugleiðslu og ljósmyndir þar sem stuttar ritæfingar verða gerðar í kjölfarið. Gerðar verða tilraunir með ritun smáverka af ýmsu tagi; örsögur, smásögur og ljóðsögur. Skálduð og sannsöguleg verk verða kynnt ásamt ritstjórnarferlinu.
Leiðbeinendur:
Ásdís B. Káradóttir MA í ritlist, BA í bókmenntafræði, hjúkrunarfræðingur með diplóma í sálgæslu auk Jóga Nidra kennsluréttindi.
Sæunn Unu Þórisdóttir MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, BA í bókmenntafræði með ritlist sem aukagrein, útstillingahönnuður.
Skráning í ritsmiðjuna gildir fyrir bæði skiptin.