Áhrif verkfalls á starfsemi Kópavogsbæjar

Kópavogsbær.
Kópavogsbær.

Mánudaginn 22.maí er starfsfólk Starfsmannafélag Kópavogs í leikskólum í verkfalli. 

Þriðjudaginn 23.maí er starfsfólk Starfsmannafélags Kópavogs í grunnskólum í verkfalli. 

15.maí og 16.maí:

Verkfall starfsfólks í Starfsmannafélagi Kópavogs sem starfa í leik- og grunnskólum hófst í morgun. Verkfall stendur mánudaginn 15. maí og til kl 12.00 þriðjudaginn 16.maí.

Áhrif verkfallsins á starfsemi leik- og grunnskóla eru mismikil. Skólastjórnendur hafa sent foreldrum og forráðamönnum upplýsingar um skipulag skólastarfs meðan á verkfalli stendur. Alls eru ríflega 600 í verkfalli hjá Kópavogsbæ 15 og 16.maí.