Jólatré hirt í Kópavogi

Eins og undanfarin ár munu starfsmenn Kópavogsbæjar aðstoða Kópavogsbúa við að fjarlægja jólatré sín. Íbúar skulu fjarlægja allt skraut af jólatránum og koma þeim fyrir við lóðarmörk sín og tryggja að ekki stafi fokhætta af þeim. Starfsmenn munu fjarlægja jólatrén mánudaginn 6. janúar og þriðjudaginn 7. janúar. 

Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu  án þess að greiða förgunargjald fyrir þau.