Kópavogsbær innleiðir Bakvörð

Jóhann Sigurðsson, viðskiptastjóri Bakvarðar, og Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingat…
Jóhann Sigurðsson, viðskiptastjóri Bakvarðar, og Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, undirrita samning um nýja tímaskráningarlausn.

Kópavogsbær og HugurAx hafa gengið til samstarfs um innleiðingu Kópavogsbæjar á Bakverði, tímaskráningarlausn HugarAx. Bakvörður mun þjóna öllum starfsmönnum Kópavogsbæjar og halda utan um alla viðveruskráningu starfsmanna. 

Með tilkomu Bakvarðar munu starfsmenn geta skráð sig til vinnu í gegnum vefviðmót, síma eða skráningarstöðvar HugarAx, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. 

„Bakvörður er eina kerfið á markaðnum sem hefur uppá að bjóða jafn fjölbreytta skráningarmöguleika, en starfsmanna- og stjórnendakerfi Bakvarðar munu einnig auka skilvirkni við launavinnslu og auka aðgengi starfsmanna að upplýsingum,“ segir Jóhann Sigurðsson, viðskiptastjóri Bakvarðar hjá HugAx. 

Jóhann segir að starfsmenn Kópavogsbæjar munu hafa aðgang að eigin tímaskýrslum og orlofsupplýsingum og eiga kost á því að skrá athugasemdir við tímaskráningar sínar í gegnum einfalt vefviðmót. Með því geti verkstjórar og deildastjórar á einfaldan hátt leiðrétt tíma starfsmanna og skráð orlof og veikindi. Þegar deildir hafa samþykkt skráningar fara þær beint til launadeildar og þaðan yfir í launakerfi bæjarins.