Spjaldtölvur í grunnskólum

Átak um breytta kennsluhætti

Meginmarkmið með innleiðingu spjaldtölva er að bæta nám nemenda með aukinni einstaklingsmiðun og fjölbreytni. Námið á að færast nær daglegu lífi nemenda. Þeir eiga að hafa meira um nám sitt að segja og verða ábyrgir notendur tækninnar í leik og starfi.

Allir nemendur á miðstigi og unglingastigi í grunnskólum Kópavogs hafa fengið afhentar spjaldtölvur til eigin nota. Nemendur á yngsta stigi hafa aðgang að spjaldtölvum í skólanum.

Spjaldtölvur sem nemendur fá afhentar eru eign Kópavogsbæjar en nemendur hafa val um að eignast þær að loknu tilteknu tímabili. Nemendur hafa töluvert frjálsræði um notkun spjaldtölvanna. Þær eru tengdar tölvukerfi svo hægt er að grípa til eftirlits ef þörf krefur. Foreldrar eru ábyrgir fyrir notkun spjaldtölvanna heima fyrir.  

Upplýsingar um innleiðingu spjaldtölva og leiðbeiningar til foreldra er að finna á upplýsingavefnum: Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs. Einnig er hægt að fylgjast með innleiðingunni á Facebook, Twitter, Instagram, Flickr og Vimeo.

  • Stuðningur við kennara

    • Kennsluráðgjafar starfa við skólana
    • Leiðtogateymi kennara í hverjum skóla er til stuðnigs
    • Námskeið og fyrirlestrar eru í boði með reglulegu millibili
    • Menntabúðir, leshringir og annars konar jafningjastuðningur hefur sprottið upp í skólunum.