Spjaldtölvur í grunnskólum

Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs sem og nemendur á mið- og unglingastigi hafa spjaldtölvur til eigin nota til að styðja við nám, kennslu og menntun. 

Nemendur á yngsta stigi hafa aðgang að spjaldtölvum í skólanum. Markmið með að nýta spjaldtölvur í námi og kennslu eru margþætt en nefna má að sníða námið betur að hverjum og einum, að nemendur hafi meira um nám sitt að segja sem og að auka fjölbreytni í námsumhverfi.

Nánari upplýsingar um spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs má finna á vef spjaldtölvuverkefnisins.

Spjaldtölvur í grunnskólum í Kópavogi.

    Síðast uppfært 13. janúar 2020