TUFF Kópavogur

Kópavogsbær tekur þátt í verkefninu TUFF-Ísland. Verkefnið snýst um að virkja öll börn til þess að taka þátt í íþróttum eða tómstundum.

TUFF vinn­ur fyr­ir öll börn, en lögð er sér­stök áhersla á að hjálpa börn­um sem hafa sök­um fé­lags­legra eða efna­hags­legra aðstæðna ekki tæki­færi til þess að taka þátt í íþrótt­um eða tóm­stund­um.

Einnig hef­ur verið horft til þess að jafna hlut barna sem eru af er­lend­um upp­runa þegar kem­ur að ástund­un íþrótta. Verk­efnið byrjaði sem til­rauna­verk­efni í Breiðholti og er nú komið inn í allt íþrótt­astarf í Kópa­vogi, er að hefja verk­efni í öðrum hlut­um Reykja­vík­ur og stefnt er að því að næsti viðkomu­staður verði Ak­ur­eyri.

Markmiðið með TUFF-Kópavogur er í stuttu máli að við í Kópavogi viljum tryggja með markvissum hætti að öll börn og unglingar séu hvött til þátttöku í íþróttum og tómstundum, óháð bakgrunni, uppruna, félagslegum eða efnahagslegum aðstæðum.

Kynningar á TUFF-Kópavogur eru haldnar fyrir alla nemendur í 1.-10.bekk, starfsfólk skóla, frístunda, íþróttafélaga og fyrir aðra sem vinna með málefni barna og unglinga í bænum.

Öllum börnum í Kópavogi sem ekki hafa áður tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi, verður boðið taka þátt sér að kostnaðarlausu í þrjá mánuði hjá aðilum sem taka þátt í verkefninu. Þeir eru: HK, Gerpla, Breiðablik, Tennisfélag Kópavogs, Dansíþróttafélag Kópavogs, Dansfélagið Hvönn, Hestamannafélagið Sprettur og GKG golfklúbbur.

Í gegnum tómstundir og íþróttir er markvisst unnið að því að styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og kenna viðurkennd gildi íslensks samfélags, grunnréttindi og skyldur.

TUFF-samtökin eru alþjóðleg samtök, The Unity of Faiths Foundation, skammstafað TUFF.

 

Síðast uppfært 13. janúar 2020