- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Molinn hóf starfsemi sína formlega í maí 2008. Markmið Molans er að vera vettvangur fyrir menningarlega viðburði og grósku þar sem ungt fólk getur bæði nýtt aðstöðuna til listsköpunar og komið sér á framfæri, hvort sem um ræðir sjónlist, tónlist eða ritlist.
Fyrir hvað stendur Molinn?
Hvað býður Molinn upp á?
Í Molanum er alltaf kósý stemning og þægilegt að kíkja í pool eða fússball, horfa á uppáhalds þættina í sjónvarpinu, tefla, grípa í gítarinn eða bara læra og spjalla. Á sumrin breytist starfsemin nokkuð þar sem Molinn hefur umsjón með Skapandi sumarstörfum í þær átta vikur sem þau standa yfir. Skapandi sumarstörf eru mikilvægur þáttur í samfélaginu, setja svip á mannlífið og gefa ungu fólki tækifæri til að þróa eigin hugmyndir, vinna sjálfstætt og kynnast hvernig þau geta haft áhrif á eigið umhverfi.
Opnunartímar Molans
Mánudagar - Lokað
Þriðjudagar 14.00-22.00
Miðvikudagar 14.00-22.00
Fimmtudagar 14.00-22.00
Hægt er að semja um nýtingu á húsinu utan auglýsts opnunartíma.
Hafðu samband í síma 441 9290 eða sendu okkur póst á netfangið molinn(hjá)molinn.is.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin