- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kynningarefni sumarnámskeiða er að finna á sumarvef Kópavogsbæjar.
Starfsreglur sumarnámskeiða
Gerðar eru miklar kröfur um þjálfun og þekkingu starfsfólks á viðfangsefnum námskeiðanna og um að fyllsta öryggis sé gætt. Sérstök aðgát er höfð í sundferðum, siglingum og þegar ferðast er með börnin á milli staða. Í öryggisskyni eru ekki fleiri en 20 börn á hvern leiðbeinanda nema á sértækum námskeiðum svo sem siglingum og á námsleiðum fyrir börn með sérþarfir, þar eru börnin færri á hvern leiðbeinanda.
Öryggismál
Allir starfsmenn sumarnámskeiða ljúka námskeiði í skyndihjálp, fá leiðsögn í viðbrögðum á mismunandi hegðun barna og brýnustu öryggismálum í umhverfi námskeiðanna, varðandi sund, siglingar og ferðir með börnin.
Reglur og tilmæli til foreldra
Mælst er til að mætt sé tímanlega með barnið/ börnin á námskeið. Oft er lagt upp í lengri eða styttri ferðir kl. 09:00 að morgni og kl. 13:00 eftir hádegi. Foreldrar eru beðnir að tilkynna, á hverjum morgni, til forstöðumanna ef forföll verða, t.d. vegna veikinda. Ef barn á við sjúkdóm eða fötlun að einhverju tagi er æskilegt að slíkt sé tekið fram við skráningu á námskeið. Þannig er hægt að mæta þörfum barnsins frá fyrsta degi.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin