Skólagarðar

Skólagarðar Kópavogs bjóða börnum upp á tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti.

Skólagarðar hafa verið reknir á vegum Kópavogsbæjar síðastliðin fimmtíu ár eða svo. Þeir eru ætlaðir börnum á aldrinum 6 til13 ára. Þar fá þau kartöfluútsæði, plöntur og fræ ásamt leiðsögn við ræktun algengustu matjurta. Uppskera skólagarðanna er eign barnanna hverju sinni. Kostnaður fyrir garðinn er 5.700 krónur.

Upplýsingar

Skráning í skólagarða

Skráning í skólagarða fer fram að vori í gegnum í gegnum Sportabler. Þar geta foreldrar og forráðamenn skráð börn og birtist greiðsluseðill vegna garða í heimabanka. 

Staðsetning skólagarða

Garðarnir eru þrír og eru þeir staðsettir á eftirtöldum stöðum:

  • Við Víðigrund í Fossvogsdal
  • Við Dalveg í Kópavogsdal
  • Á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar

Opnunartími

Skólagarðar eru opnir frá byrjun júní fram í miðjan ágústmánuð.

Opnunartími þeirra er:

Mánudag til fimmtudags: 8:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Föstudaga: 8:00 til 12:00

Skólagarðarnir eru í umsjá Vinnuskólans í Kópavogi og eru skrifstofur opnar mánudaga til fimmtudaga frá 8:00 til 16:00 og föstudaga frá 8:00 til 14:00. Skrifstofurnar eru til húsa í Askalind 5 og opna ár hvert þann 10. maí og eru opnar til 31. ágúst.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur starfsfólk skólagarðanna í síma 441 9080