Okkar Kópavogur

Okkar Kópavogur er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum.

Rafrænar kosningar stóðu yfir frá 26. janúar til 9. febrúar 2022. Alls komust 26 hugmyndir áfram af 94 sem fóru í kosningu, en metþátttaka var í innsendingu hugmynda í hugmyndasöfnuninni sem stóð yfir frá 15. september til 13. október 2021.

Þetta var í fjórða sinn sem ráðist var í verkefnið Okkar Kópavogur. Í listanum hér til hægri má sjá niðurstöður kosninga öll fjögur skiptin síðan árið 2016, sem og framkvæmdaáætlanir verkefnanna. Nánari upplýsingar eru veittar í Þjónustuveri Kópavogsbæjar eða í gegnum netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is.

Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra, fá þá til að leggja fram hugmyndir og forgangsraða og útdeila fjármagni í smærri framkvæmdir á vegum bæjarins með íbúakosningu.

Verkefnið í heild sinni er í þremur liðum; hugmynd, kosning og framkvæmd. Þátttaka í verkefninu er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu með rafrænum skilríkjum. 

Gögnum sem safnast við vinnsluna verður eytt að lokinni úrvinnslu.

  • Hugmynd

    Í fyrsta hluta verkefnisins, hugmyndainnsetningu, gefst íbúum og öðrum gestum tækifæri til að leggja fram hugmyndir að verkefnum sem þeir vilja sjá framkvæmd í bænum. Innsetning hugmynda stendur yfir frá 15. september til 13. október 2021. Hugmyndum er hægt að koma á framfæri með tvenns konar hætti: annars vegar á íbúafundum og hins vegar í gegnum rafrænt hugmyndakerfi verkefnisins.

    Allt að sjö hugmyndir frá hverjum íbúafundi fara í kosningu. Við hvetjum íbúa til að fjölmenna á íbúafundina og koma sínum hugmyndum á framfæri.

    Hugmyndir íbúa þurfa vera á bæjarlandi og innan þéttbýlis. Þær geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæjarins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

    Hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast í kosningu:

    • Vera til fjárfestinga en ekki rekstrar.
    • Varða umhverfi á bæjarlandi.
    • Kostnaður einstakra verkefna sé ekki lægri en 1 milljón og ekki hærri en 25 milljónir kr.
    • Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki fimm ár.
    • Tillagan á að samræmast skipulagi eða stefnu Kópavogsbæjar.
    • Vera á fullu forræði Kópavogsbæjar og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

    Mikilvægt er að hugmyndin sé skýr og lýsandi, þannig að aðrir eigi auðvelt með átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er. Greinargóð lýsing auðveldar mat og því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Starfsmenn Kópavogsbæjar geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.

    Aðstoð og nánari upplýsingar eru veittar í Þjónustuveri Kópavogsbæjar í síma 441-0000 eða í tölvupósti á netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is.

  • Íbúafundir

    Íbúafundirnir verða haldnir milli  kl 17 og 18:30 á eftirfarandi stöðum:

    • Fyrir íbúa á Kársnesi þriðjudaginn 21. september. Salurinn.
    • Fyrir íbúa á Digranesi fimmtudaginn 23. september. Safnaðarsalur Digraneskirkju.
    • Fyrir íbúa í Fífuhvammi (Lindir og Salir) mánudaginn 27. september. Safnaðarsalur Lindakirkju
    • Fyrir íbúa í Smárahverfi fimmtudaginn 30. september. Veislusalur Breiðabliks (stúkan) í Smáranum.
    • Fyrir íbúa í Vatnsenda þriðjudaginn 5. október. Hörðuvallaskóli, Baugakór 38.
  • Skilyrði

    Hugmyndir íbúa þurfa vera á bæjarlandi og innan þéttbýlis. Þær geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæjarins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

    Verkefnin þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast í kosningu:

    • Vera til fjárfestinga en ekki rekstrar.
    • Varða umhverfi á bæjarlandi.
    • Kostnaður einstakra verkefna sé ekki lægri en 1 milljón og ekki hærri en 25 milljónir kr.
    • Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki fimm ár.
    • Tillagan á að samræmast skipulagi eða stefnu Kópavogsbæjar.
    • Vera á fullu forræði Kópavogsbæjar og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.

    Mikilvægt er að hugmyndin sé skýr og lýsandi, þannig að aðrir eigi auðvelt með átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er. Greinargóð lýsing auðveldar mat og því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Starfsmenn Kópavogsbæjar geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.

     Matshópur, skipaður fjölbreyttum hópi starfsmanna bæjarins, fer yfir innsendar hugmyndir út frá skilyrðum verkefnisins og stillir upp til kosninga fyrir hvert hverfi.

  • Kosning

    Annar hluti verkefnisins snýr að forgangsröðun og úthlutun fjármagns með kosningu. Kosningarnar fara fram í byrjun árs 2022. Allt að 100 hugmyndir fara í kosningu, eða allt að 20 í hverju hverfi.

    Allir íbúar, 14 ára á árinu 2022 og eldri, með skráð lögheimili í Kópavogi geta kosið verkefni áfram. Aðeins er hægt að kjósa verkefni í einu hverfi. Hægt er að kjósa verkefni fyrir þá upphæð sem hverju hverfi hefur verið úthlutað.

    Kosning fer fram á kosningavef þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti með innskráningarþjónustu island.is, með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, og þar er atkvæði dulkóðað. Aldrei er hægt að tengja atkvæðið við einstakling.

    Í verkefninu fara 200 milljónir til framkvæmda á verkefnum sem íbúar kjósa eftir hugmyndasöfnun. Kópavogi er skipt upp í fimm hverfi aðalskipulags Kópavogs. Hvert hverfi fær 10 milljónir í grunnupphæð til framkvæmda og eftir standa 150 milljónir kr. sem skiptast á milli hverfanna í hlutfalli við íbúafjölda hvers og eins.

    Ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011.

  • Framkvæmd

    Framkvæmdir verkefna úr niðurstöðu kosninga fara fram á tímabilinu vorið 2022 til haustsins 2023.

    Hægt er að fylgjast með stöðu framkvæmda hér á síðunni.

    Framkvæmdum á verkefnum sem voru kosin áfram af íbúum árið 2020 er senn að ljúka. Staða framkvæmda er aðgengileg í þessum lista.

  • Spurt og svarað

    Hér má nálgast algengustu spurningar og svör sem hafa vaknað við framkvæmd verkefnisins.

Síðast uppfært 26. júlí 2022