Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Kópavogi, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Athugið að ráðstöfun frístundastyrkja er núna rafræn. Ekki er lengur tekið á móti kvittunum í Þjónustuverinu.
Frá og með 1. janúar 2023 er styrkurinn 56.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Fimm ára börn í Kópavogi fá 85.000 króna frístundastyrk árið 2023. Gert er ráð fyrir að þau geti iðkað a.m.k. eina íþrótt eða aðra tómstund foreldrum að kostnaðarlausu.
Iðkendur eiga rétt á styrk frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð.
Kópavogsbær hefur samþykkt að opna á notkun Frístundastyrks Kópavogs fyrir líkamsræktarkort ungmenna á aldrinum 16-18 ára. Heimilt er að veita frístundastyrk til ungmenna, 16-18 ára miðað við fæðingarár, til kaupa á 3ja til 12 mánaða kortum að líkamsræktarstöðvum sem uppfylla skilyrði um fræðslu til iðkenda og fagmennsku í sinni starfssemi.
Vinsamlegast athugið að öll ráðstöfun frístundastyrkja er núna rafræn.