Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Fossvogsdalur, sem áður kallaðist Fossvogsmýri, er vettvangur þessarar göngu. Hún er hlykkjótt og fer aðeins yfir bæjarmörkin í Reykjavík en með henni er hægt að fá góða yfirsýn yfir náttúru og nokkra þætti úr sögu þessa skjólgóða dals.
Upphafsstaður er miðsvæðis í dalnum við íþróttasvæðið Fagralund og þaðan er hægt að velja þrjá göngumöguleika: taka vesturhlutann (um 2,5 km) eða austurhlutann (um 4 km) eða allan dalinn. Í leiðsögninni í Wikiloc appinu er bent á áhugaverða staði eins og Hermannsskóg, Norræna vinalundinn, Álfaskóg og einnig Trjásafnið í Meltungu sem er austast í dalnum. Þar er einnig vísað á nýbýlin sem byggðust á nokkrum stöðum í dalnum á 20. öldinni, Lund, Snæland, Ástún, Grænahlíð og Meltunga. Það er hægt að ganga um þetta svæði allt árið og eingöngu þarf að hugsa um að klæða sig í takt við veður. Hugsanlega þarf hálkubrodda á vissum tímum á veturna. Gróðursældin er mikil og fróðlegt að sjá grænu sprotana fyrst á vorin en ekki síður hina fjölbreyttu liti sem haustið færir með sér. Fuglalífið nær hámarki á sumrin og margar tegundir verpa á svæðinu. Reyndar er fjölbreytt fuglalíf í dalnum allt árið og gaman að sjá þær tegundir staðfugla sem kjósa að þreyja veturinn í Fossvogsdalnum.
Það er hægt að ganga um þetta svæði allt árið og þetta er við allra hæfi.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.
Myndavefur Kópavogsbæjar birtir einnig gömul myndbönd úr Kópavogi. Sjáðu gömul myndbönd úr Kópavogi.
Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.