Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi, SÍK, hefur þann tilgang að efla samhug og samvinnu íþrótta- og ungmennafélaga í Kópavogi og stuðla að fjölbreyttu íþróttastarfi í bænum. 

SÍK fer með verkefni í samræmi við samning sem Kópavogsbær hefur gert við SÍK. Þau helstu eru: Úthluta æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar, úthluta styrkjum til íþróttafólks og vera ráðgefandi að öllum stærri íþróttamótum og íþróttaviðburðum í Kópavogi. Þá skal SÍK hvetja aðildarfélög til útgáfu fræðsluefnis og fyrirlestrarhalds sem tengist íþróttum. 

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á sik(hjá)kopavogur.is

 • Úthlutun æfingartíma

  SÍK skal eigi síðar en 1. júní  ár  hvert eftir að hafa fengið umsóknir íþróttafélaganna um æfingatíma fyrir komandi vetur ásamt  nauðsynlegum upplýsingum frá bæjaryfirvöldum um nýtingu íþróttamannvirkja síðastliðinna tveggja ára, gera tillögu til Kópavogsbæjar um úthlutun æfingatíma.  Við tillögugerð SÍK skal stuðst við gildandi reglur sem Kópavogsbær hefur samþykkt hverju sinni. 

 • Iðkendastyrkir

  SÍK útdeilir iðkenda-/starfsstyrkjum til aðildarfélaga ár hvert.Umsóknarfrestur og skil á gögnum vegna umsókna um iðkendastyrki skal vera 1. nóvember ár hvert.  Einvörðungu skal úthlutað vegna fullnægjandi umsókna.

 • Sérstyrkir

  SÍK útdeilir styrkjum vegna fræðslukostnaðar og/eða nýbreytni verkefna.  Umsóknarfrestur og skil á gögnum vegna umsókna um styrki af þessu tagi skulu hafa borist 1. nóvember ár hvert. Þá sér SÍK um að deila út styrkjum vegna æfinga- og keppnisferða aðildarfélaga.

 • Árangurs- og afreksstyrkir

  SÍK skal úthluta styrkjum vegna árangurs íþróttafélaga í bænum. Um er að ræða árangur vegna Íslandsmeistaratitla og alþjóðlegra meistaratitla bæði í einstaklings- og hópíþróttum.  Við úthlutun slíkra styrkja skal SÍK styðjast við viðmiðanir sem Kópavogsbær setur hverju sinni. SÍK skal jafnframt úthluta afreksstyrkum til einstakra íþróttamanna. 

 • Forvarnir

  SÍK skal hvetja aðildarfélög sín til útgáfu fræðsluefnis, námskeiðahalds, fyrirlestra og ýmissa átaksverkefna sem tengjast íþróttum. Þá getur SÍK haft forgöngu um ofangreinda útgáfu og atburði, leyfi fjárhagur SÍK slíkt.

Síðast uppfært 25. mars 2021