SÍK - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi, SÍK, hefur þann tilgang að efla samhug og samvinnu íþrótta- og ungmennafélaga í Kópavogi og stuðla að fjölbreyttu íþróttastarfi í bænum. 

SÍK fer með verkefni í samræmi við samning sem Kópavogsbær hefur gert við SÍK. Þau helstu eru: Úthluta æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar, úthluta styrkjum til íþróttafólks og vera ráðgefandi að öllum stærri íþróttamótum og íþróttaviðburðum í Kópavogi. Þá skal SÍK hvetja aðildarfélög til útgáfu fræðsluefnis og fyrirlestrarhalds sem tengist íþróttum. 

Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á sik.kopavogur(hjá)gmail.com

Síðast uppfært 01. september 2022