Nýja línan: Samgöngustefna í mótun

Unnið er að nýrri samgöngustefnu fyrir Kópavogsbæ, Nýju línuna. Umhverfisvænar samgöngur eru hafðar að leiðarljósi við gerð stefnunnar.

Samgöngustefna Kópavogsbæjar byggir á grunni Aðalskipulags Kópavogsbæjar 2012-2024, stefnu Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 og framtíðarsýn Kópavogsbæjar um þróun samgöngukerfisins og byggðar.  Áhersla Nýju línunnar er að samgöngur verði öruggar og greiðfærar og leitað verði leiða til draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna. Efla skuli, óháð ferðamáta, notkun umhverfisvænni og öruggari samgöngur. Lögð er fram langtíma áhersla og staðan metin fyrir hvert hverfi til að skoða  grundvöll að  innleiðingu Nýju línunnar.

Leitað er umsagnar hagsmunaaðila og efnt til íbúafunda á meðan vinnunni stendur.

 • Tilgangur íbúafunda

  Fundirnir eru ætlaðir til að afla upplýsinga um þarfir og væntingar íbúa um að nýta sér Nýju línuna. Við viljum fá ábendingar um fyrirhugaðar breytingar og hvað mætir ykkur þörfum. 

  Markmið íbúafunda er að leita svara við eftirfarandi spurningum:

  Umferðaröryggi:

  • Hvar eru veikir hlekkir?

  • Hvar þarf úrbætur að mati íbúa og hvað þarf að gera?

  • Hvernig aðgerðir vilja íbúar sjá og telja þörf á?

  • Láréttar hraðatakmarkandi aðgerði í stað lóðréttra?

  • Breikkun gangstétta og mjókkun götustæðis til að draga úr hraða á íbúagötum?

  Almenningssamgöngur:  

  • Hver er þín skoðun á núverandi leiðarkerfi?

  • Hvað mætti betur fara varðandi leiðarkerfi og ferðatíma?

  • Hvort þykir þér mikilvægara að hafa biðstöð nálægt og lengri biðtíma á biðstöð eða tíðari ferðir á fjölförnum leiðum?

  Hjólandi og gangandi: 

  • Vilja íbúar flokkun á stígakerfi s.s. samgöngustígar, tengistígar og tómstundastígar?

  • Hvaða stígar eiga að vera samgöngustígar?

  • Hvaða stígar eiga að vera tómstundastígar?

  • Hvað leið vilt þú fara?

  • Á að breikka gangstéttir og mjókka götur til að draga úr hraða?

  • Á að fjarlægja kantsteina og hafa aflíðandi halla?

 • Dagsetning íbúafunda

  7. nóvember - Smáraskóli (Íbúar Smárahverfis).

  13. nóvember - Álfhólsskóli, Hjallaskóla (Íbúar í skólahverfum Álfhóls-, Snælands- og Kópavogsskóla).

  23. nóvember - Hörðuvallarskóli (Íbúar í skólahverfum Vatnsenda- og Hörðuvallarskóla).

  27. nóvember - Lindaskóli (Íbúar í skólahverfum Linda- og Salaskóla).

  5. desember - Safnaðarheimilið Borgir, Hábraut 1 a  (Íbúar á Kársnesi).

  Allir fundir hefjast klukkan 17:00 og eru áætluð lok klukkan 18:15.

 • Úr markmiðum Nýju línunnar

  Markmið Nýju línunnar eru að efla umhverfisvænar samgöngur. Stuðla að breyttum ferðavenjum og ferðast gangandi, hjólandi eða með almenningsvögnum eða blanda saman þessum ferðamátum.

  • Stefnunni er ætlað að auka hlutdeild umhverfisvænna samgangna og stuðla að breyttum ferðavenjum íbúa að hvetja til að íbúar velji umhverfisvænan samgöngumáta.
  • Að yfirfara samgöngumál Kópavogsbæjar með það að leiðarljósi að efla hlutdeild umhverfisvænna samgangna til að stuðla að breyttum ferðavenjum og bættu umferðaröryggi.

  Íbúafundir verða haldnir í 5 hverfum Kópavogs, Kársnesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og Vatnsenda. 

  Fundirnir eru ætlaðir til að afla upplýsinga um þarfir og væntingar íbúa um að nýta sér nýju línuna. Við viljum fá ábendingar um fyrirhugaðar breytingar og hvað mætir ykkur þörfum. 

Síðast uppfært 13. janúar 2020