Aflakór 12.

Á fundi skipulagsráðs 5. september sl. var lögð fram tillaga Brynhildar Sólveigardóttur arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar, Austurhluta sem samþykkt var í bæjarráði 7. september 2006 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 9. október 2006. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Aflakórs 12.
Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur er stækkaður til norðvesturs að hluta til um 2,5 metra. Gert er ráð fyrir að hluti núverandi verandar á norðvestur hlið húss verði lokað með gleri og þakkanti framlengt.
Við þessar breytingar eykst byggingarmagn íbúðarhússins úr 395,8 m² í 416,1 m² og nýtingarhlutfall verður 0.5 í stað 0.48.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Rjúpnahæð - austurhluta með síðari breytingu samþykkta í bæjarráði 31. júlí 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. september 2007.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmynd í mkv. 1:200 dags. 1. september 2022.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Aflakór 1-20. 

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 10. október 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Aflakór 12.
Tímabil
7. september til 10. október 2022
Kynningargögn
Kynningaruppdráttur