Álfaheiði 1

Á fundi skipulagsráðs 21. júní 2021 var lagt fram erindi Luigis Bartolozzis arkitekts, dags. 9. febrúar 2021 fyrir hönd lóðarhafa að Álfaheiðar 1d. Óskað er eftir að byggja 12.6 m² sólstofu við vesturhlið fjölbýlishúss sem mun verða hluti af 80 m² íbúð á jarðhæð.  

Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfaheiði 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15.

Kynning hefst 12. júlí 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 15:00 mánudaginn 6. september 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Álfaheiði 1
Tímabil
12. júlí 2021 - 6. september 2021