Álfhólsvegur 53

Kynning á byggingarleyfi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var lagt fram erindi Birgis Teitssonar arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 53. Óskað er eftir rífa skúr sem stendur á lóðinni og reisa samliggjandi bílgeymslu og vinnustofu, samtals 69,8 m2, við lóðarmörk Álfhólsvegar 51 og Löngubrekku 15 og 17.  Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. desember 2020.

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a, og 17.

Kynning hefst þann 4. febrúar 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 8. mars 2021.

Álfhólsvegur 53
Tímabil
4. mars 2021 - 8. apríl 2021