Álfhólsvegur 29.

Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, þar sem umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið og nýbygging á tveimur hæðum með þremur íbúðum reist í þess stað. Heildarstærð nýbyggingarinnar er áætluð 446 m². Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,12 í 0,42.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 3. október 2022. Skýringarmyndir 29. ágúst 2022.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47. 

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 16. desember 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Álfhólsvegur 29.
Tímabil
15. nóvember til 16. desember 2022.