Álfhólsvegur 29.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 14. mars sl. var lagt fram erindi vegna umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús, sbr. teikningar Vektors - hönnun og ráðgjöf dags. 9. febrúar 2022. Lóðin er 1.063 m², einbýlishús 84,4 m² og bílskúr 42 m², sem lóðarhafi hyggst rífa og byggja í staðin tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, tveimur á hvorri hæð. Alls fermetrar nýrrar byggingar 562 m², nýtingarhlutfall 0,529.
Skýringaruppdrættir dags. 9. febrúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31, 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til kl. 13:00, 22. apríl 2022.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til Skipulags- og byggingardeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Álfhólsvegur 29.
Tímabil
18. mars til 22. apríl 2022.