Álfhólsvegur 68

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 14. mars 2023 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar dags. 26. janúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 17,2 m² útigeymslu á suðausturhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,28 við breytinguna.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 64, 64A, 66, 70 og 72 við Álfhólsveg.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 15. maí 2023.

Álfhólsvegur 68
Tímabil
11. apríl - 15. maí 2023