Arnarnesvegur, 3. áfangi. Skipulagslýsing.

Verkefnalýsing til undirbúnings deiliskipulagsgerðar  Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi í Kópavogi að Breiðholtsbraut í Reykjavík til kynningar.

Vakin er athygli á því að nú stendur yfir í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, kynning á skipulagslýsingu fyrir gerð nýs deiliskipulags fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar. Skipulagslýsingin nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitafélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innanmarka skipulagssvæðisins sem er rúmir 19 ha að stærð er 1,9 km að lengd.

Í skipulagslýsingunni koma m.a. fram helstu áherslur við fyrirhugaða deiliskipulagsgerð, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnur, tengsl við aðrar áætlanir,  fyrirhugað skipulagsferli svo og um kynningu og samráð.

Ofangreind verkefnalýsing er aðgengileg á heimasíðum sveitafélaganna, https://reykjavik.is/skipulag-i-kynningu og https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skipulagsmal/skipulag-i-kynningu. Ef óskað er nánari upplýsinga um skipulagslýsinguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar umhverfissviðs Kópavogsbæjar á netfangið skipulags@kopavogur.is. og starfsfólk skipulagsdeildar Reykjavíkurborgar á netfangið skipulag@reykjavik.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsfulltrúans í Reykjavík eða skipulagsfulltrúans í Kópavogi eða á netföngin skipulag@reykjavik.is og skipulag@kopavogur.is. eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 25. maí 2021.

Arnarnesvegur, 3. áfangi. Skipulagslýsing.
Tímabil
23. apríl 2021 - 25. maí 2021