Auðbrekka 9-11

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu á deiliskipulagi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 26. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. Íbúðunum fylgja 11 bílastæði og eru þau öll innan lóðar. Að öðru leiti er vísað til gildandi deiliskipulagsskilmála.

Með vísan til 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4.

Kynning hefst þann 11. mars 2021 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 15. apríl 2021.

Auðbrekka 9-11
Tímabil
11. mars 2021 - 15. apríl 2021