Austurkór 177

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með kynnt tillaga að breyttu deiliskipulagi í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 20. mars 2023 var lögð fram umsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 24. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 177 við Austurkór. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur fyrir 21m² auka húsi (frístundaherbergi) í suðvesturhorni lóðar. Frístundaherbergið hefur þegar verið byggt með hliðsjón af grein 2.3.5 í byggingareglugerð án vitundar um ákvæði um deiliskipulag. Frístundahúsið er einnar hæðar timburklætt timburhús með 314 cm mænishæð. Húsið stendur 1,36m frá SV lóðarmörkum og 1,24 m frá NV lóðarmörkum. Byggingin er innan við 180 cm háa girðingu sem umlykur lóðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,32 í 0,35. Uppdráttur ásamt greinargerð dags. 24. febrúar 2023.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillag að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 175, 179, 179A og 181 við Austurkór.

Kynning hefst þann 22. mars 2023 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 27. apríl 2023.

Austurkór 177
Tímabil
22. mars - 27. apríl 2023