Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Kópavogs samþykkt þann 27. júní 2023 breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar. Nánar til tekið fyrir svæði 13 samkv. skipulagslýsingu þróunarsvæðis á Kársnesi. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhuguðum nýjum hafnarkanti til vesturs og núverandi grjótgarði og strönd til suðurs. Eftirfarandi lóðir eru innan skipulagsvæðisins: Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og að íbúðarhús auk 240 m2 atvinnuhúsnæðis rísi í þess stað. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á svæðinu verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0,2 gestastæða. Þá er gert ráð fyrir að um 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar og að nýtingarhlutfalli verði 1,81. A-rými ofanjarðar verði 18.810m² að flatarmáli og B-rými ofanjarðar verði 2.385m² að flatarmáli. A-rými neðanjarðar verði 1.980m² að flatarmáli og B-rými neðanjarðar (bílageymsla) verði 3.800m² að flatarmáli.
Deiliskipulagsbreyting þessi tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. ágúst 2023.
Skipulagsstofnun hefur í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga yfirfarið málsgögnin sbr. erindi dags. 14. júní 2023 þar sem ekki er gerð athugasemd við að birt sé auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdrættir hafa hlotið þá meðferð sem ofangreind lög mæla fyrir um.
Vakin er athygli á málskotsrétti samanber 10. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þ.e. frá og með 16. ágúst 2023.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
Myndavefur Kópavogsbæjar birtir einnig gömul myndbönd úr Kópavogi. Sjáðu gömul myndbönd úr Kópavogi.
Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.