Birkigrund 57

Kynning á byggingarleyfi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 14. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Birkigrundar 57. Í erindinu er óskað eftir að þegar framkvæmdar breytingar verði samþykktar auk þess að reisa 15,7 m2 viðbyggingu við efri hæð, ofan á svölum. Það sem hefur þegar verið framkvæmt er sólskáli á suðvesturhorni hússins, aflokuð geymsla undir svölum og útihurð komið fyrir á austurhlið þar sem áður var gluggi auk þess sem innra skipulagi hefur verið breytt. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. febrúar 2021.

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Birkigrundar 37, 39, 41, 55, 59, 61, 63 og 65.

Kynning hefst þann 7. apríl 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 föstudaginn 7. maí 2021.

Birkigrund 57
Tímabil
7. apríl 2021 - 7. maí 2021