Digranesheiði 45

Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er byggingarleyfisumsókn fyrir Digranesheiði 45 hér með kynnt.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Kópavogs 24. Febrúar 2023 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. febrúar 2023 þar sem umsókn Helga Hjálmarssonar arkitekts dags. 02.02.2023 f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu yrði 561,9 m², nýtingarhlutfall ykist við breytinguna úr 0,12 í 0,50. Meðfylgjandi aðaluppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 9. febrúar 2023.

Þriðjudaginn 28. mars milli kl. 16:30-17:30 verður opið hús, á bæjarskrifstofum Kópavogs að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.

Kynning hefst þann 16. mars 2023 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 18. apríl 2023.

Digranesheiði 45
Tímabil
16. mars - 18. apríl 2023
Kynningargögn
Kynningaruppdrættir