Gulaþing 23

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu á deiliskipulagi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var lagt fram erindi Einars Ólafssonar arkitekts, dags. 13. nóvember  2020 fh. lóðarhafa Gulaþings 23 þar sem óskað eftir breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni, heildarbyggingarmagn samtals 400 m2. Í framlögðu erindi er óskað eftir að breyta einbýlishúsi í parhús á tveimur hæðum með óbreyttu heildarbyggingarmagni þ.e. samtals 400 m2.  Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. nóvember 2020.

Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. desember 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynning hefst þann 12. febrúar 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 föstudaginn 2. apríl 2021.

Gulaþing 23
Tímabil
12. febrúar 2021 - 2. apríl 2021