Hlaðbrekka 17

Kynning á byggingarleyfi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 var lagt fram erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m2 steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m2 og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.

Með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Hlaðbrekku 11-23, Þverbrekku 3, Fögrubrekku 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24.

Kynning hefst þann 29. apríl 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 1. júní 2021.

Hlaðbrekka 17
Tímabil
29. apríl 2021 - 1. júní 2021