Hliðarvegur í Lækjarbotnum.

Kópavogsbær hefur samþykkt að veita leyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.

Um er að ræða hliðarveg milli Lækjarbotnavegar sunnan Geirlands og núverandi afleggjara að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.

Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 18. nóvember 2021. Framkvæmdin er í samræmi við svæðisskipulag og aðalskipulag.

Í framkvæmdaleyfinu koma fram þau hönnunargögn og önnur gögn sem framkvæmdaleyfið byggir á sem og skilyrði og skilmálar leyfisveitenda.

Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á grundvelli 52. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu þessari þ.e. til og með 30. júlí 2022. Vakin er athygli á því að þeir einir geta kært ákvörðunina sem eiga lögvarða hagsmuni tengda henni.