Hörðuvellir – Tröllakór.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 25. janúar 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi opins svæðis við Tröllakór. Í breytingunni felst breytt afmörkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir bæjarhlutann. Skipulagssvæðið stækkar úr 6,85 ha í um 7,7 ha, svæðið fyrir skólagarðana og garðlöndin er um 0,4 ha. Gert er ráð fyrir færanlegu aðstöðuhúsi að hámarki 30 m2. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla m.s.br.

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 13. janúar 2022. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Kynning hefst þann 29. janúar 2022 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 16. mars 2022. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. 

Hörðuvellir – Tröllakór.
Tímabil
29. janúar 2022 - 16. mars 2022