Hraunbraut 14

Kynning á byggingarleyfi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 lagt fram erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta þaki bílskúrsins í dvalarsvæði og reisa handrið meðfram þakkanti. Samþykki meðeigenda og lóðarhafa aðliggjandi lóða varðandi breytingu á þaki bílskúrsins liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021.

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Hraunbrautar 9, 11, 12, 14 16, Kársnesbrautar 19, 21a, 21b, 21c, 21d, 23 og 25.

Kynning hefst þann 9. apríl 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 mánudaginn 10. maí 2021.

Hraunbraut 14
Tímabil
9. apríl 2021 - 10. maí 2021