Kópavogsbraut 101.

Á fundi skipulagsráðs 20. júní sl. var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. júní 2022 sem vísar til skipulagsráðs umsókn Yrki arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Sótt er um að hluti fyrstu hæðar núverandi húss verði stækkaður til suðausturs um 3 metra að útvegg efri hæðar. Heildarstækkun húss er áætluð um 30 m².
Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 10. maí 2022 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 16. ágúst 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Kópavogsbraut 101.
Tímabil
11. júlí til 11. ágúst 2022.