Kópavogsbraut 75

Í samræmi við 2. mgr. 43.  gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er byggingarleyfisumsókn fyrir Skólagerði 65 hér með kynnt.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 5. desember 2022 var lögð fram umsókn KR arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut. Í breytingunni felst að tvennum svölum á þriðju hæð hússins verði lokað að hluta til, með kaldri svalalokun. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Byggingarmagn er 699,4 m², verður 768,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,7, verður 0,78.

Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og deiliskipulagsuppdráttur dags. 1. desember 2022.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 72, 73, 74, 76, 77, 78 og 79, Þinghólsbrautar 38, 40, 42 og 44.

Kynning hefst þann 22. mars 2023 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 27. apríl 2023.

Kópavogsbraut 75
Tímabil
22. mars - 27. apríl 2023