Kópavogsbraut 86

Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 var lagt fram erindi Ívars Haukssonar byggingarverkfræðings dags. 20. mars 2021 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 86. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýli byggt 1950, neðri íbúð ásamt bílskúr 134,5 m² og ris íbúð ásamt bílskúr 126,1 m². Í erindinu er óskað eftir að stækka kvist í ris íbúð þannig að 2 eldri kvistir eru sameinaðir í einn, lofthæð og þakhalli breytist, heildarstækkun er 5,5 m². Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 84, 87, 88, 89, 91, Hlégerðis 17 og 19.

Kynning hefst 5. júlí 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 16:00 föstudaginn 6. ágúst 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Kópavogsbraut 86
Tímabil
5. júlí 2021-6. ágúst 2021