Litlavör 19

Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var lagt fram erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 25. apríl 2022, sem varðar tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum sem er 282 m² að stærð ásamt stakstæðri bílageymslu sem er 38 m² að stærð.
Í breytingunni felst að auka byggingarmagn parhússins úr 282 m² í 328 m². Svalir á norðurhlið viðbyggingar fara út fyrir byggingarreit. Þakkantar á suður- og vesturhlið fara um 20 cm upp fyrir hámarksvegghæð á hluta þaks.
Stærð lóðar er 950 m² og hámarks nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0.33 í 0.38. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag; Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7 sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. nóvember 2010 m.s.br. að Litluvör 15-23 samþykkt í bæjarstjórn 12. febrúar 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 16. apríl 2019
Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. 30. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:250.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litluvarar 15, 17, 21 og 23. 

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 21. júlí 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Litlavör 19
Tímabil
16. júní til 21. júlí 2022.