Mánabraut 5

Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var lagt fram erindi Ingólfs Margeirssonar byggingartæknifræðings dags. 10. maí 2021 fh. lóðarhafa Mánabrautar 5. Óskað er eftir leyfi til að byggja 38,2 m² viðbyggingu (stofa og svefnherbergi) við vesturhlið á núverandi íbúðarhúsi. Núverandi íbúðarhús er skráð 158,1 m², samþykkt þann 29. júní 1961. Öll áferð, efni og gerð viðbyggingar mun verða í samræmi við núverandi hús. Mesta hæð þaks og útveggja helst óbreytt. Fjarlægð frá lóðarmörkum 4m. Núverandi nýtingarhlutfall er 0,30. Lóðarstærð er 530 m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 204,5 m² sem mun gefa nýtingarhlutfall 0,39. Meðaltalsnýtingarhlutfall annarra lóða í syðri hluta götulínu Mánabrautar er 0,39 (minnst 0,30 og mest 0,44).

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 1-9 og Sunnubrautar 2-8.

Kynning hefst 11. júní 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 14. júlí 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Mánabraut 5
Tímabil
11. júní 2021 - 14. júlí 2021