Mánalind 8

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu á deiliskipulagi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember  2020 var lagt erindi Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 28. október 2020 fh. lóðarhafa Mánalindar 8 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 212,8 m2 steinsteypt einbýlishús, byggt 1999. Í breytingunni felst að reisa viðbyggingu á vesturhlið hússins, samtals 60,3 m2. Stækkunin á við um anddyri og bílskúr ásamt hluta af óútgröfnu rými á jarðhæð. Byggt verður yfir svalir og rýmið sem áður voru svalir verða hluti af stofu á efri hæð hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 28. október 2020.

Með vísan til 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Mánalindar 6, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17, 19, Laxalindar 5, 7 og 9. 

Kynning hefst þann 9. mars 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 8. apríl 2021.

Mánalind 8
Tímabil
9. mars 2021 - 8. apríl 2021