Melgerði 21.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 28. nóvember sl. var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, vegna umsóknar Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f. h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Byggja svalir á suðurhlið efri hæðar hússins, austast.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2022, þar sem umsókn Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að stofa íbúðar á neðri hæð í suðvesturhorni hússins, verði stækkuð um 15.3 m².
Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 259,8 m² í 275,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,32 í 0,34.
Meðfylgjandi: Kynningaruppdráttur dags. 1. desember 2022.

Samþykkt var með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breytingum á neðri og efri hæð hússins verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerði 19, 23 og Vallargerði 20, 22 og 24.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 27. janúar 2023.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Melgerði 21.
Tímabil
22. desember til 27. janúar 2023.