Reynigrund 65 og 67.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 2. maí sl. var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir tvær 32 m² bílageymslur, alls 64 m². Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs vegna þessa.

Tillagan er sett fram á uppdráttum dags. 27. apríl 2022 í mkv. 1:100.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, 

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til kl. 15:00 miðvikudaginn 8. júní nk.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Reynigrund 65 og 67.
Tímabil
6. maí til 8. júní 2022