Sæbólsbraut 34A.

Á fundi skipulagsráðs 2. maí sl. var lagt fram erindi lóðarhafa Sæbólsbraut 34A, skv. teikningum KJ Hönnun dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir heimild til þess að byggja yfir svalir á austurhlið (16 m²), nýta rými undir palli efri hæðar á vesturhlið fyrir útigeymslu (17 m²), lagnarými á neðri hæð verði geymsla (40 m²) og bílgeymsla stækkuð (6 m²). Alls nýtanleg stækkun 79 m². Húsnæðið er 311,1 m² og verður því 390,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,4, verði 0,5.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. janúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:50.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32-40, 41, 43, 45, 47, 49, 51 og 53.

 Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 31. janúar 2023.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Sæbólsbraut 34A.
Tímabil
27. desember til 31. janúar 2023