Skólagerði 65

Í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er byggingarleyfisumsókn fyrir Skólagerði 65 hér með kynnt.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 16. janúar 2023 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 30. desember 2022 þar sem umsókn Ástríðar B. Árnadóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 65 við Skólagerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggðir verði kvistir á efri hæð hússins, tveir á suðurhlið og einn á norðurhlið. Byggingarmagn eykst úr 154 m² í 178,2 m². Nýtingarhlutfall er 0,19, verður 0,22. Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. október 2022.

Kynning hefst þann 16. mars 2023 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 18. apríl 2023.

Skólagerði 65
Tímabil
16. mars - 18. apríl 2023