Smiðjuvegur 7

Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var lagt fram erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482 m² að flatarmáli ásamt því að bílastæðum ofanjarðar er fjölgað um 43. Fyrirhuguð viðbyggingin yrði úr stálgrind og klædd með yleiningum.
Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 6. apríl 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Smiðjuvegur 7
Tímabil
19. febrúar til 6. apríl 2022.